Sálmur
10
-1- Hví stendur þú fjarri, Drottinn,
hví byrgir þú augu þín á neyðartímum?
-2- Hinn óguðlegi ofsækir hina hrjáðu í hroka
sínum, þeir flækjast í vélum þeim, er þeir hafa upp hugsað.-3- Hinn óguðlegi
lofar Guð fyrir það, er sála hans girnist, og hinn ásælni prísar Drottin, sem hann
fyrirlítur.
-4- Hinn óguðlegi segir í drambsemi sinni: Hann
hegnir eigi! Guð er ekki til svo hugsar hann í öllu.-5- Fyrirtæki hans heppnast
ætíð, dómar þínir fara hátt yfir höfði hans, alla fjandmenn sína kúgar hann.-6-
Hann segir í hjarta sínu: Ég verð eigi valtur á fótum, frá kyni til kyns mun ég
eigi í ógæfu rata.
-7- Munnur hans er fullur af formælingum, svikum
og ofbeldi, undir tungu hans býr illska og ranglæti.
-8- Hann situr í launsátri í
þorpunum, í skúmaskotinu drepur hann hinn saklausa, augu hans skima eftir hinum
bágstöddu.-9- Hann gjörir fyrirsát í fylgsninu eins og ljón í skógarrunni; hann
gjörir fyrirsát til þess að ná hinum volaða, hann nær honum í snöru sína, í net
sitt.-10- Kraminn hnígur hann niður, hinn bágstaddi fellur fyrir klóm hans.-11- Hann
segir í hjarta sínu: Guð gleymir því, hann hefir hulið auglit sitt, sér það
aldrei.
-12- Rís þú upp, Drottinn! Lyft
þú upp hendi þinni, Guð! Gleym eigi hinum voluðu.-13- Hvers vegna á hinn óguðlegi
að sýna Guði fyrirlitningu, segja í hjarta sínu: Þú hegnir eigi?-14- Þú gefur
gaum að mæðu og böli til þess að taka það í hönd þína. Hinn bágstaddi felur
þér það; þú ert hjálpari föðurlausra.-15- Brjót þú armlegg hins óguðlega, og
er þú leitar að guðleysi hins vonda, finnur þú það eigi framar.
-16- Drottinn er konungur um aldur og ævi,
heiðingjum er útrýmt úr landi hans.
-17- Þú hefir heyrt óskir hinna voluðu,
Drottinn, þú eykur þeim hugrekki, hneigir eyra þitt.-18- Þú lætur hina föðurlausu
og kúguðu ná rétti sínum. Eigi skulu menn af moldu framar beita kúgun.
|