-65- Þú hefir gjört vel til þjóns þíns eftir orði
þínu, Drottinn.
-66- Kenn mér góð hyggindi og þekkingu, því að ég trúi á boð
þín.
-67- Áður en ég var beygður, villtist ég, en nú varðveiti ég orð
þitt.
-68- Þú ert góður og gjörir vel, kenn mér lög þín.
-69- Ofstopamenn spinna upp lygar gegn mér, en ég held fyrirmæli þín af
öllu hjarta.
-70- Hjarta þeirra er tilfinningarlaust sem mör væri, en ég leita unaðar
í lögmáli þínu.
-71- Það varð mér til góðs, að ég var beygður, til þess að ég
mætti læra lög þín.
-72- Lögmálið af munni þínum er mér mætara en þúsundir af gulli og
silfri.