Sálmur 119
Sælir eru þeir sem breyta grandvarlega,
þeir er fram ganga í lögmáli Drottins.
Sælir eru þeir er halda reglur hans,
þeir er leita hans af
öllu hjarta
og eigi fremja ranglæti,
en ganga á vegum hans.
Þú hefir gefið skipanir þínar,
til þess að menn skuli
halda þær vandlega.
Ó að breytni mín mætti vera staðföst,
svo að ég
varðveiti lög þín.
Þá mun ég eigi til skammar verða,
er ég gef gaum að öllum
boðum þínum.
Ég skal þakka þér af einlægu hjarta,
er ég hefi numið
þín réttlátu ákvæði.
Ég vil gæta laga þinna,
þá munt þú alls ekki yfirgefa
mig.
|