Því að Drottinn hefir úthellt yfir yður svefnsemi-anda og aftur lukt augu yðar spámennina og brugðið hulu yfir höfuð yðar þá sem vitranir fá. Jes 29:9-14

-9- Fallið í stafi og undrist, gjörið yður sjónlausa og verið blindir! Gjörist drukknir, og þó ekki af víni, reikið, og þó ekki af áfengum drykk.

  -10- Því að Drottinn hefir úthellt yfir yður svefnsemi-anda og aftur lukt augu yðar spámennina og brugðið hulu yfir höfuð yðar þá sem vitranir fá.

-11- Öll opinberun er yður sem orðin í innsiglaðri bók. Sé hún fengin þeim, sem kann að lesa, og sagt: Les þú þetta, þá segir hann: Ég get það ekki, því að hún er innsigluð.

-12- En sé bókin fengin þeim, sem eigi kann að lesa, og sagt: Les þú þetta, þá segir hann: Ég er ekki læs.

-13- Drottinn sagði: Með því að þessi lýður nálgast mig með munni sínum og heiðrar mig með vörum sínum, en fjarlægir hjarta sitt langt í burt frá mér, og með því að ótti þeirra fyrir mér er manna boðorð, lærð utan bókar,

  -14- sjá, fyrir því mun ég enn fara undursamlega með þennan lýð, undursamlega og undarlega. Speki spekinganna skal komast í þrot og hyggindi hyggindamannanna fara í felur.

 


 Jes 29:13

Speki spekinganna skal komast í þrot og hyggindi hyggindamannanna fara í felur. Drottinn sagði: Með því að þessi lýður nálgast mig með munni sínum og heiðrar mig með vörum sínum, en fjarlægir hjarta sitt langt í burt frá mér, og með því að ótti þeirra fyrir mér er manna boðorð, lærð utan bókar,