1Kor 10:1-13

-1- Ég vil ekki, bræður, að yður skuli vera ókunnugt um það, að feður vorir voru allir undir skýinu og fóru allir yfir um hafið.

-2- Allir voru skírðir til Móse í skýinu og hafinu.

-3- Allir neyttu hinnar sömu andlegu fæðu

-4- og drukku allir hinn sama andlega drykk. Þeir drukku af hinum andlega kletti, sem fylgdi þeim. Kletturinn var Kristur.

-5- En samt hafði Guð enga velþóknun á flestum þeirra og þeir féllu í eyðimörkinni.

-6- Þessir hlutir hafa gjörst sem fyrirboðar fyrir oss, til þess að vér verðum ekki sólgnir í það, sem illt er, eins og þeir urðu sólgnir í það.

-7- Verðið ekki skurðgoðadýrkendur, eins og nokkrir þeirra. Ritað er: Lýðurinn settist niður til að eta og drekka, og þeir stóðu upp til að leika.

-8- Drýgjum ekki heldur hórdóm, eins og nokkrir þeirra drýgðu hórdóm, og tuttugu og þrjár þúsundir féllu á einum degi.

-9- Freistum ekki heldur Drottins, eins og nokkrir þeirra freistuðu hans, þeir biðu bana af höggormum.

-10- Möglið ekki heldur eins og nokkrir þeirra mögluðu, þeir fórust fyrir eyðandanum.

-11- Allt þetta kom yfir þá sem fyrirboði, og það er ritað til viðvörunar oss, sem endir aldanna er kominn yfir.

-12- Sá, er hyggst standa, gæti því vel að sér, að hann falli ekki.

1Kor 11:1-1

-1- Verið eftirbreytendur mínir eins og ég er eftirbreytandi Krists. 

Sæll er sá maður, er eigi fer að ráðum óguðlegra, eigi gengur á vegi syndaranna og eigi situr í hópi þeirra, er hafa Guð að háði,  

 

Ritað er