Hljóðlestur                                               

Vegstikur  31. dags mánaðarins



Textinn er tekin úr:  Sakaría 4:6
Ekki með valdi né krafti, 
heldur fyrir anda minn! 
segir Drottinn allsherjar.

Textinn er tekin úr:  Jesaja 40:13-13
Hver hefir leiðbeint anda Drottins, 
hver hefir verið ráðgjafi hans 
og frætt hann?

Textinn er tekin úr:  1. Korintubréf 1:27-29
 Guð hefur útvalið það, 
sem heimurinn telur heimsku, 
til að gjöra hinum vitru kinnroða, 
og Guð hefur útvalið það, 
sem heimurinn telur veikleika 
til að gjöra hinu volduga kinnroða. 

Og hið ógöfuga í heiminum 
og hið fyrirlitna hefur Guð útvalið, 
það sem ekkert er, 
til þess að gjöra að engu það, 
sem eitthvað er, 
til þess að enginn maður 
skuli hrósa sér
fyrir Guði.

Textinn er tekin úr:  Jóhannesarguðspjall 3:8-8
Vindurinn blæs þar sem hann vill,
 og þú heyrir þyt hans. 
Samt veistu ekki, 
hvaðan hann kemur 
né hvert hann fer. 
Svo er um þann, sem 
af andanum er fæddur.

Textinn er tekin úr:  Jóhannesarguðspjall 1:13-13
Þeir eru ekki af blóði bornir, 
ekki að holds vild 
né manns vilja, 
heldur af Guði fæddir.

Textinn er tekin úr: Haggaí 2:5-5
Andi minn dvelur meðal yðar. 
Óttist ekki.

Textinn er tekin úr:  2. Kroníkubók 20:15-15
Eigi er yður búinn bardaginn, 
heldur Guði.

Textinn er tekin úr:  1. Samúelsbók 17:47-47
  Drottinn veitir ekki sigur 
með sverði og spjóti, 
því að bardaginn er Drottins, ..