Hljóðlestur                                                

Vegstikur  30. dags mánaðarins



 
Textinn er tekin úr:  Harmljóðin 3:26-26
Gott er að bíða hljóður eftir hjálp Drottins.

Textinn er tekin úr:  Sálmarnir 77:10-10
Hefir Guð gleymt að sýna líkn, 
byrgt miskunn sína með reiði?  

Textinn er tekin úr:  Sálmarnir 31:23-23
Ég hugsaði í angist minni: 
Ég er burtrekinn frá augum þínum. 

En samt heyrðir þú grátraust mína, 
er ég hrópaði til þín.

Textinn er tekin úr:  Lúkasarguðspjall 18:7-8
Mun Guð þá ekki rétta hlut sinna útvöldu, 
sem hrópa til hans dag og nótt? 
Mun hann draga að hjálpa þeim?
Ég segi yður: Hann mun skjótt rétta hlut þeirra. 
 

Textinn er tekin úr: Orðskviðirnir 20:22-22
 Bíð þú Drottins, og hann mun hjálpa þér.

Textinn er tekin úr  Sálmur 37:7
Ver hljóður fyrir Drottni og vona á hann. 
Ver eigi of bráður vegna þeirra er vel gengur, 
vegna þess manns er svik fremur.

Textinn er tekin úr:  2. Kroníkubók 20:17-17
En eigi þurfið þér að berjast við þá, 
skipið yður aðeins í fylkingu, 
standið kyrrir og sjáið liðsinni Drottins við yður,  

Textinn er tekin úr:  Galatabréf 6:9-9
Þreytumst ekki að gjöra það sem gott er, 
því að á sínum tíma munum vér uppskera, 
ef vér gefumst ekki upp.

Textinn er tekin úr:  Jakobsbréfið 5:7-7
  Sjáið akuryrkjumanninn, 
hann bíður eftir hinum dýrmæta ávexti jarðarinnar
og þreyir eftir honum, 
þangað til hann hefur fengið haustregn og vorregn.