Hljóðlestur                                                   

Vegstikur 29. dags mánaðarins


 Textinn er tekin úr:  Sálmarnir 103:15-17
Dagar mannsins eru sem grasið, 
hann blómgast sem blómið á mörkinni,  
er vindur blæs á hann 
er hann horfinn, 
og staður hans 
þekkir hann ekki framar.

En miskunn Drottins 
við þá er óttast hann 
varir frá eilífð til eilífðar, 
og réttlæti hans nær 
til barnabarnanna
,

Textinn er tekin úr:  1. Kroníkubók 29:15-15
 Sem skuggi eru dagar vorir á jörðunni,..

Textinn er tekin úr:  Sálmarnir 49:17-18

Óttast þú ekki, þegar einhver verður ríkur,
þegar dýrð húss hans verður mikil,
því að hann tekur ekkert af því með sér, þegar hann deyr,
auður hans fer ekki niður þangað á eftir honum.

 Textinn er tekin úr:  Sálmarnir 90:12-12
Kenn oss að telja daga vora, 
að vér megum öðlast viturt hjarta.

Textinn er tekin úr:  Markúsarguðspjall 8:36-36
Hvað stoðar það manninn 
að eignast allan heiminn, 
en fyrirgjöra sálu sinni?

Textinn er tekin úr:  Jesaja 40:7-8
 Sannlega, mennirnir eru gras. 
Grasið visnar, blómin fölna, 
en orð Guðs vors 
stendur stöðugt 
eilíflega.

Textinn er tekin úr:1. Jóhannesarbréf 2:17-17
Og heimurinn fyrirferst og fýsn hans, 
en sá, sem gjörir Guðs vilja, 
varir að eilífu.

Textinn er tekin úr:  2. Korintubréf 6:2-2
Nú er hagkvæm tíð, 
nú er hjálpræðis dagur.

Textinn er tekin úr:  1. Korintubréf 7:31-31
Heimurinn í núverandi mynd 
líður undir lok.

Textinn er tekin úr: Hebreabréfið 10:24-25
Gefum gætur hver að öðrum 
og hvetjum hver annan 
til kærleika og góðra verka. 
  uppörvið hver annan, 
og það því fremur sem þér sjáið að 
dagurinn færist nær.