Vegstikur 26. dags mánaðarins



 Textinn er tekin úr:  Sálmarnir 99:1-1
Drottinn er konungur orðinn!  

Textinn er tekin úr:  Daníel 4:35-35
Enginn er sá, 
er fái honum tálmun gjört 
og við hann sagt: 
Hvað gjörir þú?

Textinn er tekin úr:  Jeremía 5:22-22
Mig viljið þér ekki óttast segir Drottinn 
eða skjálfa fyrir mínu augliti? 
fyrir mér, sem hefi sett hafinu 
fjörusandinn að takmarki, 
ævarandi girðingu, 
sem það kemst ekki yfir. 
Og þótt öldur þess komi æðandi, 
þá vinna þær ekki á, 
og þótt þær gnýi, 
þá komast þær ekki yfir hana.

Textinn er tekin úr:  Sálmarnir 75:8-8
 Guð sá sem dæmir, 
hann niðurlægir annan 
og upphefur hinn.

Textinn er tekin úr:  Daníel 2:21-21
Hann breytir tímum og tíðum, 
hann rekur konunga frá völdum 
og hann setur konunga til valda, 
hann gefur spekingunum speki 
og hinum hyggnu hyggindi.

Textinn er tekin úr: Matteusarguðspjall 24:6-6
Þér munuð spyrja hernað og ófriðartíðindi. 
Gætið þess, að skelfast ekki. 
Þetta á að verða, 
en endirinn er ekki þar með kominn.

Textinn er tekin úr:  Rómverjabréfið 8:31-31
Hvað eigum vér þá að segja við þessu?
Ef Guð er með oss, 
hver er þá á móti oss?

Textinn er tekin úr: Matteusarguðspjall 10:29-31
Eru ekki tveir spörvar seldir fyrir smápening? 
Og ekki fellur einn þeirra til jarðar 
án vitundar föður yðar. 
 Á yður eru jafnvel höfuðhárin öll talin. 
Verið því óhræddir, 
þér eruð meira verðir en
 margir spörvar.