Hljóðlestur                                          





Textinn er tekin úr:  Jóhannesarguðspjall 13:16-17
 Þjónn er ekki meiri en herra hans 
né sendiboði meiri þeim, er sendi hann.
Þér vitið þetta, og þér eruð sælir, 
ef þér breytið eftir því.

Textinn er tekin úr:  Lúkasarguðspjall 22:24-27 
Og þeir fóru að metast um, 
hver þeirra væri talinn mestur. 
En Jesús sagði við þá: 
Konungar þjóða drottna yfir þeim 
og valdhafar þeirra 
kallast velgjörðamenn. 

En eigi sé yður svo farið, 
heldur sé hinn mesti á meðal yðar 
sem væri hann yngstur 
og foringinn sem þjónn. 
Því hvort er sá meiri, 
sem situr til borðs, 
eða hinn, sem þjónar? 
Er það ekki sá sem situr til borðs? 
Samt er ég meðal yðar 
eins og þjónninn.

Textinn er tekin úr:   Matteusarguðspjall 20:28-28
 Mannssonurinn er ekki kominn
 til þess að láta þjóna sér, 
heldur til að þjóna 
og gefa líf sitt til 
lausnargjalds 
fyrir marga.

Textinn er tekin úr:   Jóhannesarguðspjall 13:3-5
 Jesús vissi, 
að faðirinn hafði lagt allt 
í hendur honum, 
að hann var frá Guði kominn 
og var að fara til Guðs. 
Hann stóð upp frá máltíðinni, 
lagði af sér yfirhöfnina, 
tók líndúk og batt um sig.
Síðan hellti hann vatni í mundlaug 
og tók að þvo fætur lærisveinanna 
og þerra með líndúknum, 
sem hann hafði um sig.