Vegstikur
24. dags
mánaðarins
Ég er burt rekinn frá augum þínum.
Mun ég nokkurn tíma framar
líta þitt heilaga musteri?
Síon segir: Drottinn hefir yfirgefið mig,
hinn alvaldi hefir gleymt mér!
Hvort fær kona gleymt brjóstbarni sínu,
að hún miskunni eigi lífsafkvæmi sínu?
Og þó að þær gætu gleymt,
þá gleymi ég þér samt ekki.
Ég gleymdi því góða og sagði:
Horfinn er lífskraftur minn,
von mín fjarri Drottni.
Vakna!
Hví sefur þú, Drottinn?
Vakna, útskúfa oss eigi um aldur!
Hví segir þú þá svo, Jakobsætt,
og hví mælir þú þá svo, Ísrael:
Hagur minn er hulinn fyrir Drottni,
og réttur minn er genginn
úr höndum Guði mínum?
Í ofurreiði minni
byrgði ég auglit mitt fyrir þér um stund,
en með eilífri líkn miskunna ég þér,
segir endurlausnari þinn,
Drottinn.
Hví ert þú beygð, sál mín, og ólgar í mér?
Vona á Guð, því að enn mun ég fá að lofa hann,
hjálpræði auglitis míns og Guð minn.
Á allar hliðar erum vér aðþrengdir,
en þó ekki ofþrengdir,
vér erum efablandnir,
en örvæntum þó ekki,
ofsóttir, en þó ekki yfirgefnir,
felldir til jarðar,
en tortímumst þó ekki.
|