Vegstikur
23. dags mánaðarins
Gætið yðar,
og varist alla ágirnd.
Enginn þiggur líf af eigum sínum,
þótt auðugur sé.
Betri er lítil eign réttláts manns
en
auðlegð margra illgjarnra,
Betra er lítið í ótta Drottins
en mikill fjársjóður með áhyggjum.
Já, guðhræðslan samfara nægjusemi
er
mikill gróðavegur.
Því að ekkert höfum vér
inn í heiminn flutt
og ekki getum vér heldur
flutt neitt út þaðan.
Ef vér höfum fæði og klæði,
þá látum oss það nægja.
Lát fals og lygaorð vera fjarri mér,
gef mér hvorki fátækt né auðæfi,
en veit mér minn deildan verð.
Ég kynni annars að
verða of saddur
og afneita og segja:
Hver er Drottinn?
eða ef ég yrði fátækur,
kynni ég að stela og
misbjóða nafni Guðs míns.
Gef oss í dag vort daglegt brauð.
Verið ekki áhyggjufullir um líf
yðar,
hvað þér eigið að eta eða drekka,
né heldur um líkama yðar,
hverju þér eigið að klæðast.
Er lífið ekki meira en fæðan
og líkaminn meira en klæðin?
Þegar ég sendi yður út
án pyngju og mals og skólausa,
brast yður þá nokkuð?
Þeir svöruðu:
Nei, ekkert.
Sýnið enga fégirni í hegðun yðar,
en látið yður nægja það, sem þér hafið.
Guð hefur sjálfur sagt:
Ég mun ekki sleppa af þér hendinni
né yfirgefa þig.
|