Vegstikur
22. dags
mánaðarins
Hjarta mitt er stöðugt, ó Guð...
Þegar þú leggst til hvíldar,
þarft þú ekki að hræðast,
Þú þarft ekki að óttast skyndilega hræðslu
Því að Drottinn mun vera athvarf þitt
Drottinn er ljós mitt og fulltingi,
hvern ætti ég að óttast?
Drottinn er vígi lífs míns,
hvern ætti ég að hræðast?
Þú veitir ævarandi frið,
því að þeir treysta á þig.
Hann óttast eigi ill tíðindi,
hjarta hans er stöðugt
og treystir Drottni.
Því að hann geymir mig í skjóli
á
óheilladeginum,
hann felur mig í fylgsnum
tjalds síns,
lyftir mér upp á klett.
Þess vegna hefst upp höfuð mitt
yfir óvini mína umhverfis mig,
að ég með fögnuði megi færa fórnir
í tjaldi hans,
syngja og leika Drottni.
En Guð allrar náðar,
sem hefur kallað yður í Kristi
til sinnar eilífu dýrðar,
mun sjálfur,
þegar þér hafið þjáðst um lítinn tíma,
fullkomna yður,
styrkja og öfluga gjöra.
Hans er mátturinn um aldir alda.
|