Hljóðlestur                                                  

Vegstikur 22. dags mánaðarins


Textinn er tekin úr:  Sálm 108:2-2

 Hjarta mitt er stöðugt, ó Guð...

Textinn er tekin úr:  Orðskviðum Salomons konungs, Kap. 3:24-26
 Þegar þú leggst til hvíldar,
 þarft þú ekki að hræðast,
Þú þarft ekki að óttast skyndilega hræðslu 
Því að Drottinn mun vera athvarf þitt

Textinn er tekin úr:  Sálmum Davíðs konungs,  Sálmur 27:1-1
 Drottinn er ljós mitt og fulltingi,
 hvern ætti ég að óttast? 
Drottinn er vígi lífs míns, 
hvern ætti ég að hræðast?

Textinn er tekin úr:  Jesaja 26:3-3
 Þú veitir ævarandi frið, 
því að þeir treysta á þig.

Textinn er tekin úr:  Sálmum Davíðs konungs,  Sálmur 112:7-7
Hann óttast eigi ill tíðindi, 
hjarta hans er stöðugt 
og treystir Drottni.

Textinn er tekin úr:  Sálmarnir 27:5-6
Því að hann geymir mig í skjóli 
á óheilladeginum, 
hann felur mig í fylgsnum 
tjalds síns, 
lyftir mér upp á klett.
Þess vegna hefst upp höfuð mitt 
yfir óvini mína umhverfis mig, 
að ég með fögnuði megi færa fórnir 
í tjaldi hans, 
syngja og leika Drottni.

Textinn er tekin úr:  1. Pétursbréf 5:10-11
 En Guð allrar náðar, 
sem hefur kallað yður í Kristi 
til sinnar eilífu dýrðar, 
mun sjálfur, 
þegar þér hafið þjáðst um lítinn tíma, 
fullkomna yður, 
styrkja og öfluga gjöra.

Hans er mátturinn um aldir alda.