Hljóðlestur                                                            

Vegstikur
21. dags
mánaðarins


Textinn er tekin úr:  Jóhannesarguðspjalli, kap. 1:16-16
 Af gnægð hans höfum vér allir þegið, 
náð á náð ofan.

Textinn er tekin úr:  Matteusarguðspjalli kap, 17:5-5
Þessi er minn elskaði sonur, 
sem ég hef velþóknun á. 
 
Textinn er tekin úr:  1. Jóhannesarbréfi, kap. 3:1-1
Sjáið hvílíkan kærleika faðirinn hefur auðsýnt oss, 
að vér skulum kallast Guðs börn. 
 
Textinn er tekin úr:  Hebreabréfinu, kap. 1:2-2
 Guð hefir til okkar talað í syni sínum, 
sem hann setti erfingja allra hluta.  


En ef vér erum börn, 
þá erum vér líka erfingjar, 
og það erfingjar Guðs, 
en samarfar Krists, 
því að vér líðum með honum, 
til þess að vér einnig verðum 
vegsamlegir með honum.


 Ég og faðirinn erum eitt.

Textinn er tekin úr:  Jóhannesarguðspjali, kap.l 10:38-38
Faðirinn er í mér og ég í föðurnum.

Textinn er tekin úr:  Jóhannesarguðspjalli, kap.l 20:17-17
Ég stíg upp til föður míns og föður yðar, 
til Guðs míns og Guðs yðar.

Textinn er tekin úr:  Jóhannesarguðspjalli, kap. 17:23-23
 Ég í þeim og þú í mér, 
svo að þeir verði fullkomlega eitt,  

Textinn er tekin úr:  Efesusbréf 1:23-23
Söfnuðurinn er líkami hans 
og fyllist af honum, 
sem sjálfur fyllir allt í öllu.

Textinn er tekin úr:  2. Korintubréfi, kap. 7:1-1
 Þar eð vér því höfum þessi fyrirheit, elskaðir, 
þá hreinsum oss af allri saurgun 
á líkama og sál 
og fullkomnum helgun vora 
í guðsótta.