Vegstikur
20. dags
mánaðarins

Textinn er tekin úr:  Rómverjabréfinu, kap. 7:22-22
Innra með mér hef ég mætur á lögmáli Guðs,

Textinn er tekin úr:   Sálmum Davíðs konungs,  sálmur. 119:97-97
Hve mjög elska ég lögmál þitt, 
allan liðlangan daginn íhuga ég það.

Textinn er tekin úr:  Jeremía, kap. 15:16-16
Kæmu orð frá þér,
 gleypti ég við þeim, 
og orð þín voru mér unun 
og fögnuður hjarta míns:...

Textinn er tekin úr:  Jobsbók, kap.  23:12-12
  Ég hefi varðveitt í brjósti mér orð munns hans.

Textinn er tekin úr:  Hebreabréfinu, kap. 10:16-16
  Lög mín vil ég leggja í hjörtu þeirra, 
og í hugskot þeirra vil ég rita þau.

Textinn er tekin úr:   Sálmum Davíðs konungs,  sálmur 40:9-9
Að gjöra vilja þinn, Guð minn, 
er mér yndi, 
og lögmál þitt er hið innra í mér.

Textinn er tekin úr:  Jóhannesarguðspjalli, kap. 4:34-34
  Minn matur er 
að gjöra vilja þess, sem sendi mig, 
 

Textinn er tekin úr:  Sálmum Davíðs konungs,  sálmur 19:9-11
Fyrirmæli Drottins eru rétt, 
gleðja hjartað. 
Boðorð Drottins eru skír, hýrga augun. ..
Þau eru dýrmætari heldur en gull, 
já, gnóttir af skíru gulli, 
og sætari en hunang, 
já, hunangsseimur.

Textinn er tekin úr:  Jakobsbréfi, kap. 1:22-24
Verðið gjörendur orðsins 
og eigi aðeins heyrendur þess, 
ella svíkið þér sjálfa yður.
 Því að ef einhver er heyrandi orðsins og ekki gjörandi, 
þá er hann líkur manni, 
er skoðar andlit sitt í spegli. 
Hann skoðar sjálfan sig, 
fer burt og gleymir jafnskjótt, 
hvernig hann var.

Textinn er tekin úr:  Galatabréfinu, kap. 6:3-3
Sá sem þykist vera nokkuð, 
en er þó ekkert, 
dregur sjálfan sig á tálar. 

 V