Vegstikur
19. dags
mánaðarins
Drottinn mun vera athvarf
þitt
og varðveita fót þinn,
að hann verði eigi fanginn.
Hjarta konungsins er eins og
vatnslækir
í hendi Drottins,
hann beygir það til hvers,
er honum þóknast.
Þegar Drottinn hefir þóknun
á
breytni einhvers manns,
þá sættir hann og
óvini hans við hann.
Ég vona á Drottin,
sál mín vonar, ..
og hans orðs bíð ég.
því að hjá Drottni er miskunn,
og hjá honum er gnægð lausnar.
Ég leitaði Drottins,
og hann frelsaði mig
frá öllu því er ég hræddist.
Betra er að leita hælis
hjá
Drottni
en að treysta mönnum,
Treystið Drottni æ og ætíð,
því að Drottinn,
Drottinn er eilíft bjarg.
Hversu mikil er gæska þín,
er þú auðsýnir þeim
er leita hælis hjá þér
Hæli er hinn eilífi Guð,
og hið neðra eru eilífir armar.
Hann stökkti
óvinum þínum undan þér
Blessaður er sá maður,
sem reiðir sig á Drottin
og lætur Drottin vera
athvarf sitt.
Hvað eigum vér þá að segja við
þessu?
Ef Guð er með oss,
hver er þá á móti oss?
Ótti við menn leiðir í snöru,
en þeim er borgið,
sem treystir Drottni.
|