Sálmur
11
- 1- Til söngstjórans. Davíðssálmur.
Hjá Drottni leita ég hælis. Hvernig getið þér sagt við mig: Fljúg sem fugl til
fjallanna!
-2- Því að nú benda hinir óguðlegu
bogann, leggja örvar sínar á streng til þess að skjóta í myrkrinu á hina
hjartahreinu.-3- Þegar
stoðirnar eru rifnar niður, hvað megna þá hinir réttlátu?
-4- Drottinn er í sínu heilaga
musteri, hásæti Drottins er á himnum, augu hans sjá, sjónir hans rannsaka mennina.-5-
Drottinn rannsakar hinn réttláta og hinn óguðlega, og þann er elskar ofríki, hatar
hann.-6- Á óguðlega lætur hann rigna glóandi kolum, eldur og brennisteinn og
brennheitur vindur er þeirra mældi bikar.
-7- Því að Drottinn er
réttlátur og hefir mætur á réttlætisverkum. Hinir hreinskilnu fá að líta auglit
hans.
|