Sálmur 118
-1- Þakkið Drottni, því að hann er góður, því að miskunn hans
varir að eilífu.
-2- Það mæli Ísrael: Því að miskunn hans varir að eilífu!-3- Það mæli Arons ætt: Því
að miskunn hans varir að eilífu!-4- Það mæli þeir sem óttast Drottin: Því að
miskunn hans varir að eilífu!
-5- Í þrengingunni ákallaði ég Drottin, hann bænheyrði mig og
rýmkaði um mig.-6- Drottinn er með mér, ég óttast eigi, hvað geta menn gjört
mér?-7- Drottinn er með mér með hjálp sína, og ég mun fá að horfa á ófarir
hatursmanna minna.
-8- Betra er að leita hælis hjá Drottni en að treysta mönnum,-9-
betra er að leita hælis hjá Drottni en að treysta tignarmönnum.
-10- Allar
þjóðir umkringdu mig, en í nafni Drottins hefi ég sigrast á þeim.-11- Þær umkringdu mig á alla vegu, en í nafni Drottins hefi ég
sigrast á þeim.-12- Þær umkringdu mig eins og býflugur vax, brunnu sem eldur í
þyrnum, en í nafni Drottins hefi ég sigrast á þeim.
-13- Mér var hrundið, til þess
að ég skyldi falla, en Drottinn veitti mér lið.-14- Drottinn er styrkur minn og
lofsöngur, og hann varð mér til hjálpræðis.-15- Fagnaðar- og siguróp kveður við
í tjöldum réttlátra: Hægri hönd Drottins vinnur stórvirki,-16- hægri hönd
Drottins upphefur, hægri hönd Drottins vinnur stórvirki.-17- Ég mun eigi deyja, heldur
lifa og kunngjöra verk Drottins.-18- Drottinn hefir hirt mig harðlega, en eigi ofurselt
mig dauðanum.
-19- Ljúkið upp fyrir mér hliðum réttlætisins, að ég megi fara
inn um þau og lofa Drottin.-20- Þetta er hlið Drottins, réttlátir menn fara inn um það.-21- Ég
lofa þig, af því að þú bænheyrðir mig og ert orðinn mér hjálpræði.
-22- Steinninn sem smiðirnir höfnuðu er orðinn að hyrningarsteini.-23- Að tilhlutun Drottins er
þetta orðið, það er dásamlegt í augum vorum.-24- Þetta er dagurinn sem Drottinn
hefir gjört, fögnum, verum glaðir á honum.-25- Drottinn, hjálpa þú, Drottinn, gef
þú gengi!-26- Blessaður sé sá sem kemur í nafni Drottins, frá húsi Drottins
blessum vér yður.
-27- Drottinn er Guð, hann lætur oss skína ljós. Tengið saman
dansraðirnar með laufgreinum, allt inn að altarishornunum.-28- Þú ert Guð minn, og ég
þakka þér, Guð minn, ég vegsama þig.-29- Þakkið Drottni, því að hann er
góður, því að miskunn hans varir að eilífu.