Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegum mínum.  

Sálmur 119


Veit þjóni þínum að lifa, 
að ég megi halda orð þín.


 Ljúk upp augum mínum, 
að ég megi skoða dásemdirnar 
í lögmáli þínu.


Ég er útlendingur á jörðunni, 
dyl eigi boð þín fyrir mér.


Sál mín er kvalin af þrá eftir ákvæðum þínum alla tíma.


Þú hefir ógnað ofstopamönnunum, bölvaðir eru þeir, sem víkja frá boðum þínum.


Velt þú af mér háðung og skömm, því að ég hefi haldið reglur þínar.


 Þótt þjóðhöfðingjar sitji og taki saman ráð sín gegn mér, 
þá íhugar þjónn þinn lög þín.


 Og reglur þínar eru unun mín, 
boð þín eru ráðgjafar mínir.