Matt 3:1-3
gjörið beinar brautir hans.
Matt 3:-4- Jóhannes bar klæði úr úlfaldahári og leðurbelti um lendar sér og hafði til matar engisprettur og villihunang. -5- Menn streymdu til hans frá Jerúsalem, allri Júdeu og Jórdanbyggð, -6- létu skírast af honum í ánni Jórdan og játuðu syndir sínar. -7- Þegar hann sá, að margir farísear og saddúkear komu til skírnar, sagði hann við þá: Þér nöðru kyn, hver kenndi yður að flýja komandi reiði? -8- Berið þá ávöxt samboðinn iðruninni! -9- Látið yður ekki til hugar koma, að þér getið sagt með sjálfum yður: Vér eigum Abraham að föður. Ég segi yður, að Guð getur vakið Abraham börn af steinum þessum. -10- Öxin er þegar lögð að rótum trjánna, og hvert það tré, sem ber ekki góðan ávöxt, verður upp höggvið og í eld kastað. -11- Ég skíri yður með vatni til iðrunar, en sá sem kemur eftir mig, er mér máttugri, og er ég ekki verður að bera skó hans. Hann mun skíra yður með heilögum anda og eldi.
|
Matt 3:13-15
|
Matt 3:16-17
|