Sæll er sá maður, er eigi fer að ráðum óguðlegra, eigi gengur á vegi syndaranna og eigi situr í hópi þeirra, er hafa Guð að háði,  

Lúk 24:44-53

-44- Og hann sagði við þá: Þessi er merking orða minna, sem ég talaði við yður, meðan ég var enn meðal yðar, að rætast ætti allt það, sem um mig er ritað í:

Spámann mun Drottinn Guð þinn upp vekja meðal þín, af bræðrum þínum, slíkan sem ég er. Á hann skuluð þér hlýða. lögmáli Móse,

Hann rann upp eins og viðarteinungur fyrir augliti hans og sem rótarkvistur úr þurri jörð. Hann var hvorki fagur né glæsilegur, svo að oss gæfi á að líta, né álitlegur, svo að oss fyndist til um hann. spámönnunum

Guð minn, Guð minn, hví hefir þú yfirgefið mig? Ég hrópa, en hjálp mín er fjarlæg. sálmunum.

Vegna þeirra hörmunga, er sál hans þoldi, mun hann sjá ljós og seðjast. Þá menn læra að þekkja hann, mun hann, hinn réttláti, þjónn minn, gjöra marga réttláta, og hann mun bera misgjörðir þeirra.-45- Síðan lauk hann upp huga þeirra, að þeir skildu ritningarnar.

-46- Og hann sagði við þá: Svo er skrifað, að Kristur eigi að líða og rísa upp frá dauðum á þriðja degi,

-47- og að prédika skuli í nafni hans öllum þjóðum iðrun til fyrirgefningar synda og byrja í Jerúsalem.

-48- Þér eruð vottar þessa.

-49- Sjá, ég sendi fyrirheit föður míns yfir yður, en verið þér kyrrir í borginni, uns þér íklæðist krafti frá hæðum.

-50- Síðan fór hann með þá út í nánd við Betaníu, hóf upp hendur sínar og blessaði þá.

-51- En það varð, meðan hann var að blessa þá, að hann skildist frá þeim og var upp numinn til himins.

-52- En þeir féllu fram og tilbáðu hann og sneru aftur til Jerúsalem með miklum fögnuði.

-53- Og þeir voru stöðugt í helgidóminum og lofuðu Guð.

 

SKRIFbok.GIF (18440 bytes)

5Mós 18:15-18

-15- Spámann mun Drottinn Guð þinn upp vekja meðal þín, af bræðrum þínum, slíkan sem ég er. Á hann skuluð þér hlýða.

-16- Mun þannig fyllilega rætast það, er þú baðst Drottin Guð þinn um hjá Hóreb, daginn sem þér voruð þar saman komnir, er þú sagðir: Eigi vildi ég lengur þurfa að heyra raust Drottins Guðs míns né oftar að sjá þennan mikla eld, svo að ég deyi ekki.

-17- Þá sagði Drottinn við mig: Vel er það mælt, sem þeir segja.

-18- Ég vil upp vekja þeim spámann meðal bræðra þeirra, slíkan sem þú ert, og ég mun leggja honum mín orð í munn, og hann skal mæla til þeirra allt það, er ég býð honum.

 

 

 

Sálm 22:2-19

-2- Guð minn, Guð minn, hví hefir þú yfirgefið mig? Ég hrópa, en hjálp mín er fjarlæg.

-3- Guð minn! hrópa ég um daga, en þú svarar ekki, og um nætur, en ég finn enga fró.

-4- Og samt ert þú Hinn heilagi, sá er ríkir uppi yfir lofsöngvum Ísraels.

-5- Þér treystu feður vorir, þeir treystu þér, og þú hjálpaðir þeim,

-6- til þín hrópuðu þeir, og þeim var bjargað, þér treystu þeir og urðu ekki til skammar.

-7- En ég er maðkur og eigi maður, til spotts fyrir menn og fyrirlitinn af lýðnum.

-8- Allir þeir er sjá mig gjöra gys að mér, bregða grönum og hrista höfuðið.

-9- Hann fól málefni sitt Drottni. Hann hjálpi honum! hann frelsi hann, því að hann hefir þóknun á honum!

-10- Já, þú leiddir mig fram af móðurlífi, lést mig liggja öruggan við brjóst móður minnar.

-11- Til þín var mér varpað frá móðurskauti, frá móðurlífi ert þú Guð minn.

-12- Ver eigi fjarri mér, því að neyðin er nærri, og enginn hjálpar.

-13- Sterk naut umkringja mig, Basans uxar slá hring um mig.

-14- Þeir glenna upp ginið í móti mér sem bráðsólgið, öskrandi ljón.

-15- Mér er hellt út sem vatni, og öll bein mín eru gliðnuð sundur; hjarta mitt er sem vax, bráðnað sundur í brjósti mér;

-16- gómur minn er þurr sem brenndur leir, og tungan loðir föst í munni mér. Og í duft dauðans leggur þú mig.

-17- Því að hundar umkringja mig, hópur illvirkja slær hring um mig, hendur mínar og fætur hafa þeir gegnumstungið.

-18- Ég get talið öll mín bein þeir horfa á og hafa mig að augnagamni,

-19- þeir skipta með sér klæðum mínum og kasta hlut um kyrtil minn.

jlgbook.gif (14478 bytes)

Jes 53:1-12

-1- Hver trúði því, sem oss var boðað, og hverjum varð armleggur Drottins opinber?

-2- Hann rann upp eins og viðarteinungur fyrir augliti hans og sem rótarkvistur úr þurri jörð. Hann var hvorki fagur né glæsilegur, svo að oss gæfi á að líta, né álitlegur, svo að oss fyndist til um hann.

-3- Hann var fyrirlitinn, og menn forðuðust hann, harmkvælamaður og kunnugur þjáningum, líkur manni, er menn byrgja fyrir andlit sín, fyrirlitinn og vér mátum hann einskis.

-4- En vorar þjáningar voru það, sem hann bar, og vor harmkvæli, er hann á sig lagði. Vér álitum hann refsaðan, sleginn af Guði og lítillættan,

-5- en hann var særður vegna vorra synda og kraminn vegna vorra misgjörða. Hegningin, sem vér höfðum til unnið, kom niður á honum, og fyrir hans benjar urðum vér heilbrigðir.

-6- Vér fórum allir villir vega sem sauðir, stefndum hver sína leið, en Drottinn lét misgjörð vor allra koma niður á honum.

-7- Hann var hrjáður, en hann lítillætti sig og lauk eigi upp munni sínum. Eins og lamb, sem leitt er til slátrunar, og eins og sauður þegir fyrir þeim, er klippa hann, lauk hann eigi upp munni sínum.

-8- Með þrenging og dómi var hann burt numinn, og hver af samtíðarmönnum hans hugsaði um það? Hann var hrifinn burt af landi lifenda, fyrir sakir syndar míns lýðs var hann lostinn til dauða.

-9- Og menn bjuggu honum gröf meðal illræðismanna, legstað með ríkum, þótt hann hefði eigi ranglæti framið og svik væru ekki í munni hans.

-10- En Drottni þóknaðist að kremja hann með harmkvælum: Þar sem hann fórnaði sjálfum sér í sektarfórn, skyldi hann fá að líta afsprengi og lifa langa ævi og áformi Drottins fyrir hans hönd framgengt verða.

-11- Vegna þeirra hörmunga, er sál hans þoldi, mun hann sjá ljós og seðjast. Þá menn læra að þekkja hann, mun hann, hinn réttláti, þjónn minn, gjöra marga réttláta, og hann mun bera misgjörðir þeirra.

-12- Fyrir því gef ég honum hina mörgu að hlutskipti, og hann mun öðlast hina voldugu að herfangi, fyrir það, að hann gaf líf sitt í dauðann og var með illræðismönnum talinn. En hann bar syndir margra og bað fyrir illræðismönnum.

Ritað er