Orðsk 1:1-13
-1- Orðskviðir Salómons Davíðssonar, Ísraels
konungs,
-2- til þess að menn kynnist visku og aga, læri
að skilja skynsamleg orð,
-3- til þess að menn fái viturlegan aga,
réttlæti, réttvísi og ráðvendni,
-4- til þess að þeir veiti hinum óreyndu
hyggindi, unglingum þekking og aðgætni,
-5- hinn vitri hlýðir á og eykur lærdóm sinn,
og hinn hyggni nemur hollar lífsreglur
-6- til þess að menn skilji orðskviði og
líkingamál, orð spekinganna og gátur þeirra.
-7- Ótti Drottins er upphaf þekkingar, visku og
aga fyrirlíta afglapar einir.
-8- Hlýð þú, son minn, á áminning föður
þíns og hafna eigi viðvörun móður þinnar,
-9- því að þær eru yndislegur sveigur á
höfði þér og men um háls þinn.
-10- Son minn, þegar skálkar ginna þig, þá
gegn þeim eigi.
-11- Þegar þeir segja: Kom með oss! Leggjumst
í launsátur til manndrápa, sitjum án saka um
saklausan mann,
-12- gleypum þá lifandi eins og Hel með húð
og hári, eins og þá sem farnir eru til
dánarheima.
-13- Alls konar dýra muni munum vér eignast,
fylla hús vor rændum fjármunum.