Ljós 00. dagsins
Jóhannesarguðspjall 7:14-15 -14- Er hátíðin var þegar hálfnuð, fór Jesús upp í helgidóminn og tók að kenna. -15- Gyðingar urðu forviða og sögðu: Hvernig hefur þessi maður orðið lærður og hefur þó ekki fræðslu notið? Jóhannesarguðspjall 7:16-18 -16- Jesús svaraði þeim: Kenning mín er ekki mín, heldur hans, er sendi mig. -17- Sá sem vill gjöra vilja hans, mun komast að raun um, hvort kenningin er frá Guði eða ég tala af sjálfum mér. -18- Sá sem talar af sjálfum sér, leitar eigin heiðurs, en sá sem leitar heiðurs þess, er sendi hann, er sannorður og í honum ekkert ranglæti. Jóhannesarguðspjall 5:37-40 -37- Faðirinn, sem sendi mig, hann hefur sjálfur vitnað um mig. Þér hafið aldrei heyrt rödd hans né séð ásýnd hans. -38- Og orð hans býr ekki í yður, því að þér trúið ekki þeim, sem hann sendi. -39- Þér rannsakið ritningarnar, því í þeim hyggist þér eiga eilíft líf. Og það eru þær, sem vitna um mig, -40- en þér viljið ekki koma til mín og öðlast lífið. Jóhannesarguðspjall 14:25-26 -25- Þetta hef ég talað til yðar, meðan ég var hjá yður. -26- En hjálparinn, andinn heilagi, sem faðirinn mun senda í mínu nafni, mun kenna yður allt og minna yður á allt það, sem ég hef sagt yður. Jóhannesarguðspjall 16:7-7 -7- En ég segi yður sannleikann: Það er yður til góðs, að ég fari burt, því ef ég fer ekki, kemur hjálparinn ekki til yðar. En ef ég fer, sendi ég hann til yðar. 1. Jóhannesarbréf 2:27-27 -27- Og sú smurning, sem þér fenguð af honum, hún er stöðug í yður, og þér þurfið þess ekki, að neinn kenni yður, því smurning hans fræðir yður um allt, hún er sannleiki, en engin lygi. Verið stöðugir í honum, eins og hún kenndi yður. 1. Jóhannesarbréf 3:9-9 -9- Hver sem af Guði er fæddur drýgir ekki synd, því að það, sem Guð hefur í hann sáð, varir í honum. Hann getur ekki syndgað, af því að hann er fæddur af Guði.
|