Vegstikur 9. dags mánaðarins


Textinn er tekin úr: Nehemíabík 9:17-17

Þú ert Guð, 
sem fús er á að fyrirgefa, 
náðugur og miskunnsamur

Textinn er tekin úr: 2. Pétursbréf 3:9-9
Ekki er Drottinn seinn á sér 
með fyrirheitið, 
þótt sumir álíti það seinlæti, 
heldur er hann langlyndur við yður, 
þar eð hann vill ekki að neinir glatist, 
heldur að allir komist til iðrunar.

Textinn er tekin úr: 2. Pétursbréf 3:15-15
Álítið langlyndi Drottins vors 
vera hjálpræði. 
 
Textinn er tekin úr: 1. Tímóteusarbréf 1:16-16
En fyrir þá sök var mér miskunnað, 
að Kristur Jesús skyldi sýna á mér ... 
gjörvallt langlyndi sitt, 
þeim til dæmis, 
er á hann munu trúa 
til eilífs lífs.

Textinn er tekin úr: Rómverjabréfið 15:4-4
Allt það, sem áður er ritað, 
er ritað oss til uppfræðingar, 
til þess að vér fyrir þolgæði 
og huggun ritninganna 
héldum von vorri.

Textinn er tekin úr: Rómverjabréfið 2:4-4
Lítilsvirðir þú ríkdóm 
gæsku hans 
og umburðarlyndis 
og langlyndis? 
Veist þú ekki, 
að gæska Guðs vill leiða þig 
til iðrunar?

Textinn er tekin úr: Jóel 2:13-13
Sundurrífið hjörtu yðar 
en ekki klæði yðar, 
og hverfið aftur til Drottins Guðs yðar, 
því að hann er 
líknsamur og 
miskunnsamur, 
þolinmóður og 
gæskuríkur 
og iðrast hins illa.