Vegstikur
7. dagsins í
Oktober
...Hann kennir hinum þjökuðu
veg sinn.
Sælir eru hógværir, ..
... Ég sá,
að hinir fljótu ráða ekki yfir hlaupinu,
né kapparnir yfir stríðinu,
né heldur spekingarnir yfir brauðinu,
né hinir hyggnu yfir auðnum,
né vitsmunamennirnir
yfir vinsældinni, ..
Hjarta mannsins upphugsar veg hans,
en Drottinn stýrir gangi hans.
Til þín hef ég augu mín,
þú sem situr á himnum.
Eins og augu þjónanna
mæna á hönd húsbónda síns,
eins og augu ambáttarinnar
mæna á hönd húsmóður sinnar,svo
mæna augu vor á
Drottin, Guð vorn,
Gjör mér kunnan þann veg,
er ég á að ganga,
því að til þín hef ég sál mína.
Guð vor, munt þú eigi láta dóm yfir þá ganga?
Því að vér erum máttvana
gagnvart þessum mikla mannfjölda,
er kemur í móti oss.
Vér vitum eigi, hvað vér eigum að gjöra,
heldur mæna augu vor til þín.
Ef einhvern yðar brestur visku,
þá biðji hann Guð,
sem gefur öllum örlátlega og átölulaust,
og honum mun gefast.
Þegar hann kemur,
andi sannleikans,
mun hann leiða yður í
allan sannleikann.
|