Vegstikur
6. dags
mánaðarins
Drottinn Guð vor, hinn alvaldi,
er konungur orðinn.
Ég veit, að þú megnar allt,
og engu ráði þínu verður varnað fram að ganga.
Það sem mönnum er um megn,
það megnar Guð.
..Hann fer með himnanna her
og byggjendur jarðarinnar eins
og hann sjálfur vill,
og enginn er sá,
er fái honum tálmun gjört
og við hann sagt:
Hvað gjörir þú?
..Enn í dag er ég hinn sami.
Enginn getur frelsað af minni hendi.
Hver vill gjöra það ógjört,
sem ég framkvæmi?
.. Abba, faðir! allt megnar þú...
Trúið þið, að ég geti gjört þetta?
Þeir sögðu: Já, herra.
Þá snart hann augu þeirra og mælti:
Verði ykkur að trú ykkar.
Og augu þeirra lukust upp.
Herra, ef þú vilt,
getur þú hreinsað mig.
Jesús rétti út höndina,
snart hann og mælti:
Ég vil, verð þú hreinn!
Jafnskjótt varð hann hreinn ..
Allt vald er mér gefið á himni og jörðu.
Hinir stæra sig af
vögnum sínum og stríðshestum,
en vér af nafni Drottins, Guðs vors.
Verið hughraustir og öruggir,
óttist eigi né hræðist
því að sá er meiri, sem með oss er,
en með honum.
|