Vegstikur 2. dags mánaðarins


Texti:  Sálmarnir 103:12-12
Svo langt sem austrið er frá vestrinu, 
svo langt hefir hann fjarlægt afbrot vor frá oss.

Texti:  Jeremía 50:20-20
 Á þeim dögum og á þeim tíma segir Drottinn
 mun leitað verða að sekt Ísraels, 
en hún er ekki framar til, 
og að syndum Júda, 
en þær finnast ekki, 
því að ég mun fyrirgefa þeim, 
sem ég læt eftir verða.

Texti:  Míka 7:18-18
 Hver er slíkur Guð sem þú, 
sá er fyrirgefur leifum arfleifðar sinnar 
misgjörð þeirra 
og umber 
fráhvarf þeirra, 
sem eigi heldur fast við reiði sína eilíflega, 
heldur hefir unun af að vera miskunnsamur?

Texti:  Jesaja 53:6-6
 Vér fórum allir villir vega sem sauðir, 
stefndum hver sína leið, 
en Drottinn lét misgjörð vor allra 
koma niður á honum.

Texti:  Jesaja 53:11-12
 Hann mun bera misgjörðir þeirra.  
Fyrir því gef ég honum hina mörgu að hlutskipti, 
og hann mun öðlast hina voldugu að herfangi, 
fyrir það, að hann gaf líf sitt í dauðann 
og var með illræðismönnum talinn. 

En hann bar syndir margra 
og bað fyrir illræðismönnum.

Texti:  1. Jóhannesarbréf 1:7-7
 Blóð Jesú, sonar hans, 
hreinsar oss af allri synd.