Vegstikur
12. dags mánaðarins
Guð,
í Kristi
sætti heiminn við sig,
er hann tilreiknaði þeim ekki
afbrot þeirra..
..Í Kristi
þóknaðist Guði
að láta alla fyllingu sína búa
og láta hann koma öllu í sátt við sig,
öllu bæði á jörðu og himnum,
með því að semja frið með blóði sínu
úthelltu á krossi.
Elska og trúfesti mætast,
réttlæti og friður kyssast.
Því að ég þekki þær
fyrirætlanir,
sem ég hefi í hyggju með yður
segir Drottinn
fyrirætlanir til heilla,
en ekki til óhamingju, ..
Komið, eigumst lög við! segir
Drottinn.
Þó að syndir yðar séu sem skarlat,
skulu þær verða hvítar sem mjöll.
Þó að þær séu rauðar sem purpuri,
skulu þær verða sem ull.
Hver er slíkur Guð sem þú,
sá er fyrirgefur leifum arfleifðar sinnar
misgjörð þeirra
og umber fráhvarf þeirra?...
Vingast þú við Guð,
þá muntu vera í
friði,
..Vinnið nú að sáluhjálp yðar
með ugg og ótta..
Því að það er Guð, sem verkar í yður
bæði að vilja og framkvæma
sér til velþóknunar.
|