Vegstikur
11. dags mánaðarins
Ver eigi fjarri mér,
því að neyðin er nærri,
og enginn
hjálpar.
Hversu lengi, Drottinn,
ætlar þú að
gleyma mér með öllu?
Hversu lengi
ætlar þú að
hylja auglit þitt fyrir mér?
Hversu
lengi
á ég að
bera sút í sál, harm í hjarta
dag frá degi?
Hyl eigi auglit þitt fyrir mér,
vísa þjóni þínum eigi frá
í reiði.
Þú hefir verið fulltingi mitt,
hrind mér eigi burt og
yfirgef mig eigi,
þú Guð hjálpræðis míns.
Drottinn er nálægur öllum sem ákalla hann,
öllum sem
ákalla hann í einlægni.
Hann uppfyllir ósk þeirra er óttast
hann,
og hróp þeirra heyrir hann og hjálpar þeim.
Ekki mun ég skilja yður eftir munaðarlausa.
Ég kem til
yðar.
Sýnið enga fégirni í hegðun yðar,
en látið yður nægja
það, sem þér hafið.
Guð hefur sjálfur sagt:
Ég mun ekki sleppa
af þér hendinni
né yfirgefa þig.
Guð er oss hæli og styrkur,
örugg hjálp í nauðum.
Bíð róleg eftir Guði, sála mín,
frá honum kemur
hjálpræði mitt.
Hann einn er klettur minn og hjálpræði,
háborg mín
ég verð eigi valtur á fótum.
|