Vegstikur
10. dagsins í
Oktober
Hvað virðist yður um Krist?
Þér hlið, lyftið höfðum yðar,
hefjið yður, þér öldnu dyr,
að konungur dýrðarinnar megi inn ganga.
Hver er þessi konungur dýrðarinnar?
Drottinn hersveitanna,
hann er konungur dýrðarinnar.
Hersveitirnar, sem á himni eru,
fylgdu honum á hvítum hestum,
Og á skikkju sinni og lend sinni
hefur hann ritað nafn:
Konungur konunga
og Drottinn drottna.
Yður sem trúið er hann dýrmætur,
en hinum vantrúuðu er steinninn,
sem smiðirnir höfnuðu,
orðinn að hyrningarsteini
og: ásteytingarsteini og hrösunarhellu.
Vér prédikum Krist krossfestan,
Gyðingum hneyksli
og heiðingjum heimsku,
en hinum kölluðu,
bæði Gyðingum og Grikkjum,
Krist, kraft Guðs
og speki Guðs.
Meira að segja met ég allt vera tjón
hjá þeim yfirburðum að þekkja
Jesú Krist, Drottin minn.
Sakir hans hef ég misst allt
og met það sem sorp,
til þess að ég geti áunnið Krist
og reynst vera í honum.
Drottinn, þú veist allt.
Þú veist, að ég elska þig.
|