Sálmur 119

 

Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegum mínum.-137- Réttlátur ert þú, Drottinn, og réttvísir dómar þínir.

Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegum mínum.-138- Þú hefir skipað fyrir reglur þínar með réttlæti og mikilli trúfesti.

Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegum mínum.-139- Ákefð mín eyðir mér, því að fjendur mínir hafa gleymt orðum þínum.

Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegum mínum.-140- Orð þitt er mjög hreint, og þjónn þinn elskar það.

Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegum mínum.-141- Ég er lítilmótlegur og fyrirlitinn, en fyrirmælum þínum hefi ég eigi gleymt.

Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegum mínum.-142- Réttlæti þitt er eilíft réttlæti og lögmál þitt trúfesti.

Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegum mínum.-143- Neyð og hörmung hafa mér að höndum borið, en boð þín eru unun mín.

Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegum mínum.-144- Reglur þínar eru réttlæti um eilífð, veit mér skyn, að ég megi lifa.