Vegstikur 16. dags mánaðarins




Textinn er tekin úr:  Rómverjabréfið 12:11-11
Verið ekki hálfvolgir í áhuganum, 
verið brennandi í andanum. 
Þjónið Drottni.


Allt, sem hönd þín megnar að gjöra 
með kröftum þínum, 
gjör þú það, 
því að í dánarheimum, 
þangað sem þú fer, 
er hvorki starfsemi 
né hyggindi 
né þekking 
né viska.


Hvað sem þér gjörið, 
þá vinnið af heilum huga, 
eins og Drottinn ætti í hlut, 
en ekki menn. 
Þér vitið og sjálfir, 
að Drottinn mun veita yður 
arfleifðina að launum. 
Þér þjónið Drottni Kristi.


Sérhver mun fá aftur 
af Drottni það góða, 
sem hann gjörir, 
hvort sem hann er 
þræll eða frjáls maður.


Mér ber að vinna verk þess, 
er sendi mig, 
meðan dagur er. 
Það kemur nótt, 
þegar enginn getur unnið.


  Vissuð þið ekki, 
að mér ber að vera 
í húsi föður míns?


Kostið þess vegna 
því fremur kapps um, bræður, 
að gjöra köllun yðar 
og útvalning vissa. 
Ef þér gjörið þetta, 
munuð þér aldrei hrasa.


Vér óskum, 
að sérhver yðar sýni 
sömu ástundan allt til enda, 
þar til von yðar fullkomnast. 
Gjörist ekki sljóir. 
Breytið heldur eftir þeim, 
sem vegna trúar og stöðuglyndis 
erfa fyrirheitin.


 Hlaupið þannig, 
að þér hljótið sigurlaunin