Vegstikur 6. dags mánaðarins





Textinn er tekin úr: Opinberunarbókin 19:6-6
Drottinn Guð vor, hinn alvaldi, 
er konungur orðinn.

Textinn er tekin úr: Jobsbók 42:2-2
 Ég veit, að þú megnar allt, 
og engu ráði þínu verður varnað fram að ganga.

Textinn er tekin úr: Lúkasarguðspjall 18:27-27
  Það sem mönnum er um megn, 
það megnar Guð.

Textinn er tekin úr: Daníel 4:35-35
 ..Hann fer með himnanna her 
og byggjendur jarðarinnar eins 
og hann sjálfur vill, 
og enginn er sá, 
er fái honum tálmun gjört 
og við hann sagt: 
Hvað gjörir þú?

Textinn er tekin úr: Jesaja 43:13-13
..Enn í dag er ég hinn sami. 
Enginn getur frelsað af minni hendi. 
Hver vill gjöra það ógjört, 
sem ég framkvæmi?

Textinn er tekin úr: Markúsarguðspjall 14:36-36
.. Abba, faðir! allt megnar þú...

Textinn er tekin úr: Matteusarguðspjall 9:28-30
  Trúið þið, að ég geti gjört þetta? 
Þeir sögðu: Já, herra. 
Þá snart hann augu þeirra og mælti: 
Verði ykkur að trú ykkar.
Og augu þeirra lukust upp.  

Textinn er tekin úr: Matteusarguðspjall 8:2-3
 Herra, ef þú vilt, 
getur þú hreinsað mig.
Jesús rétti út höndina, 
snart hann og mælti: 
Ég vil, verð þú hreinn! 
Jafnskjótt varð hann hreinn ..

Textinn er tekin úr: Matteusarguðspjall 28:18-18
  Allt vald er mér gefið á himni og jörðu.

Textinn er tekin úr: Sálmarnir 20:8-8
 Hinir stæra sig af 
vögnum sínum og stríðshestum, 
en vér af nafni Drottins, Guðs vors.

Textinn er tekin úr: 2. Kroníkubók 32:7-7
 Verið hughraustir og öruggir, 
óttist eigi né hræðist   
því að sá er meiri, sem með oss er, 
en með honum.