Vegstikur 5. dags mánađarins





 Texti: Sálmarnir 50:15-15

Ákalla mig á degi neyđarinnar, 
og ég mun frelsa ţig, 
og ţú skalt vegsama mig.

Texti: Sálmarnir 42:12-12
Hví ert ţú beygđ, sál mín,
og ólgar í mér?
Vona á Guđ,
ţví ađ enn mun ég fá ađ lofa hann,
hjálprćđi auglitis míns og Guđ minn.

Texti: Sálmarnir 10:17-17
  Ţú hefir heyrt óskir hinna voluđu,
Drottinn, ţú eykur ţeim hugrekki,
hneigir eyra ţitt.

Texti: Sálmarnir 86:5-5
 Ţú, Drottinn, ert góđur og fús til ađ fyrirgefa,
gćskuríkur öllum ţeim er ákalla ţig.

Texti: 1. Mósebók 35:2-3
 Jakob sagđi viđ heimafólk sitt
og alla, sem međ honum voru:
Kastiđ burt
ţeim útlendu gođum,
 sem ţér hafiđ hjá yđur,
og hreinsiđ yđur og hafiđ fataskipti,
og skulum vér taka oss upp og fara upp til Betel.

Vil ég reisa ţar altari ţeim Guđi,
sem bćnheyrđi mig á tíma neyđar minnar
og hefir veriđ međ mér á ţeim vegi,
sem ég hefi fariđ.

Texti: Sálmarnir 103:2-2
 Lofa ţú Drottin, sála mín,
og gleym eigi neinum velgjörđum hans.

Texti: Sálmarnir 116:1-4
Ég vil elska Drottin,
af ţví ađ hann heyrir grátbeiđni mína.
 Hann hefir hneigt eyra sitt ađ mér,
og alla ćvi vil ég ákalla hann.
 
Snörur dauđans umkringdu mig,
angist Heljar mćtti mér,
ég mćtti nauđum og harmi.

Ţá ákallađi ég nafn Drottins:
Ó, Drottinn, bjarga sál minni!