Vegstikur 14. dagsins



Textinn er tekin úr:  Rómverjabréfið 14:9-9
..Því að til þess dó Kristur 
og varð aftur lifandi, 
að hann skyldi drottna 
bæði yfir 
dauðum og lifandi.

Textinn er tekin úr:  Jesaja 53:10-11
En Drottni þóknaðist að 
kremja hann með harmkvælum:
Þar sem hann fórnaði sjálfum sér 
í sektarfórn, 
skyldi hann fá að líta afsprengi 
og lifa langa ævi 
og áformi Drottins fyrir hans hönd 
framgengt verða...
Hann, mun gjöra marga réttláta, 
og hann mun bera misgjörðir þeirra.

Textinn er tekin úr:  Lúkasarguðspjall 24:26-26
Átti ekki Kristur að líða þetta 
og ganga svo inn í dýrð sína?

Textinn er tekin úr: 2. Korintubréf 5:15-15
Vér höfum ályktað svo: 
Ef einn er dáinn fyrir alla, 
þá eru þeir allir dánir. 
Og hann er dáinn fyrir alla, 
til þess að þeir, sem lifa, 
lifi ekki framar sjálfum sér, 
heldur honum, 
sem fyrir þá er dáinn 
og upprisinn.

Textinn er tekin úr:  Postulasagan 2:36-36
Með öruggri vissu 
viti þá öll Ísraels ætt,
 að þennan Jesú, 
sem þér krossfestuð, 
hefur Guð gjört 
bæði að 
Drottni og Kristi.

Textinn er tekin úr:  1. Pétursbréf 1:20-21
Hann var útvalinn, 
áður en veröldin var grundvölluð, 
en var opinberaður í lok tímanna 
vegna yðar.
Fyrir hann trúið þér á Guð, 
er vakti hann upp frá dauðum 
og gaf honum dýrð...
 

 V